Kortlagning sprungna í Grindavík kynnt fyrir bæjarráði
Bæjarráð Grindavíkur hefur fengið kynningu á umfangsmikilli kortlagningu sprungukerfa í bænum sem mun ráða miklu um framtíðarbyggð og skipulag í Grindavík. Málið hefur einnig verið tekið í innviðanefnd Grindavíkur.
Á undanförnum mánuðum hefur farið fram ítarleg vinna þar sem lóðir og opin svæði hafa verið flokkuð eftir umfangi sprungna sem liggja um þau. Niðurstöðurnar munu mynda mikilvægan grunn fyrir hættumat og áframhaldandi skipulagsvinnu. Kynntu Jón Haukur Steingrímsson frá Eflu og Ögmundur Erlendsson frá ÍSOR þessa vinnu á fundi bæjarráðs, sem haldinn var 9. september.
Bæjarráð lýsti ánægju með kynninguna en undirstrikaði að verkefnið væri enn á vinnslustigi. Þá kom fram vilji ráðsins til að boða til almennrar kynningar fyrir íbúa á næstu viku