Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Sjálfstæðisflokkur og Samfylking með þrjá í Suðurkjördæmi - Guðbrandur úti
Samfylkingin er stærsti flokkurinn í Suðurkjördæmi miðað við niðurstöður úr nýjustu skoðanakönnun Gallup fyrir RÚV.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 6. október 2025 kl. 10:31

Sjálfstæðisflokkur og Samfylking með þrjá í Suðurkjördæmi - Guðbrandur úti

Samfylking og Sjálfstæðisflokkur eru langstærstu flokkarnir í nýjustu skoðanakönnun Gallup og RÚV en báðir flokkarnir fá þrjá þingmenn en voru báðir með tvo eftir síðustu alþingiskosningar. Viðreisn og Flokkur fólksins tapa manni.

Samfylking mælist með 25,6% fylgi sem er minnsta fylgi flokksins yfir landið, í skoðanakönnunum að undanförnu en fær samt þrjá þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn kemur rétt á eftir með 24,7% fylgi og fær líka þrjá þingmenn. Þetta er langmesta fylgi flokksins á landsvísu.

Miðflokkurinn mælist með 13,8% og fær einn þingmann og Flokkur fólksins sem var stærstur í kjördæminu eftir síðustu kosningar og fékk tvo þingmenn missir um þriðjung og mælist með 13.6%, missir einn þingmann.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Framsóknarflokkurinn fær 9,4% og fær einn þingmann en flokkurinn fékk Sigurð Inga formann sem uppbótarþingmann í blálokin í kosningunum í fyrra.

Viðreisn, eina framboðið með Suðurnesjamann í efsta sæti, Guðbrand Einarsson, missir fylgi og tapar sínum manni, mælist með 8,2%. Önnur framboð mælast ekki með mann.

Ríflega 62% þeirra sem taka afstöðu styðja ríkisstjórnina.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025