Tónar við hafið í Hvalsneskirkju – Sumartónar halda áfram
Sumartónar í Hvalsneskirkju halda áfram þriðjudagskvöldið 12. ágúst kl. 19:30 með tónleikadagskrá undir yfirskriftinni Tónar við hafið. Þar munu þau Kolbeinn Jón Ketilsson, söngvari, og Matthildur Anna Gísladóttir, píanóleikari, flytja fjölbreytta og glæsilega tónlist þar sem íslensk tónverk skipa veigamikinn sess.
Efnisskráin nær þó víðar yfir og verða einnig flutt lög frá Noregi, Ítalíu og Þýskalandi. Kolbeinn mun leiða gesti í gegnum dagskrána með sínum áhugaverðu tengingum og frásagnarhæfni, en hann er þekktur fyrir einstaklega lifandi framkomu og túlkun.
Aðgangseyrir er 3.500 krónur, en frítt er fyrir börn og ungmenni 18 ára og yngri. Tónleikarnir eru styrktir af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja.
Kaffi Gola verður opin frá kl. 11:00 til 19:30, en hún er staðsett við Hvalsneskirkju og býður upp á rólega og fallega stemningu við sjávarsíðuna.