Shuttle4u
Shuttle4u

Fréttir

Sex mánaða uppsagnarfrestur hjá starfsmönnum Grindavíkurbæjar
Fimmtudagur 7. ágúst 2025 kl. 10:07

Sex mánaða uppsagnarfrestur hjá starfsmönnum Grindavíkurbæjar

Bæjarráð Grindavíkur hefur samþykkt að frá og með 15. júlí 2025 verði uppsagnarfrestur hjá starfsmönnum bæjarins með ótímabundna ráðningarsamninga sex mánuðir, ef uppsögn er að frumkvæði Grindavíkurbæjar. Um er að ræða tímabundna ráðstöfun sem gildir fram til sveitarstjórnarkosninga í maí 2026, en með aðlögunartíma út sama ár.

Ef starfsmaður segir sjálfur upp störfum, halda áfram að gilda ákvæði viðkomandi kjarasamninga, sem kveða almennt á um þriggja mánaða uppsagnarfrest.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Á fundi bæjarráðs samþykktu tveir fulltrúar tillöguna en Gunnar Már Gunnarsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

Sviðsstjórar félagsþjónustu- og fræðslusviðs, frístunda- og menningarsviðs, auk launafulltrúa sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. Launafulltrúa var jafnframt falið að útbúa viðauka við ráðningarsamninga þeirra starfsmanna sem ákvörðunin nær til.