Bilakjarninn
Bilakjarninn

Fréttir

Fjöldi smáskjálfta við Krýsuvík síðustu tvo sólarhringa
Miðvikudagur 6. ágúst 2025 kl. 15:37

Fjöldi smáskjálfta við Krýsuvík síðustu tvo sólarhringa

Hrina jarðskjálfta hefur staðið yfir við Krýsuvík á Reykjanesskaga síðustu tvo sólarhringa samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands. Samtals hafa mælst nokkrir tugir jarðskjálfta við Krýsuvík, flestir undir einum að stærð.

Stærsti skjálftinn í hrinunni var 1,8 að stærð og mældist kl. 03:31 aðfaranótt miðvikudags. Alls voru 13 skjálftar 1,0 eða stærri síðasta einn og hálfan sólarhringinn.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Fáeinir skjálftar mældust annars staðar á Reykjanesskaga, m.a. við Reykjanestá, Keili, Stóra-Skógfell og Eiturhól.

Veðurstofan fylgist áfram með hrinunni, en jarðskjálftar af þessari stærð eru algengir á svæðinu og tengjast yfirleitt náttúrulegum spennubreytingum í jarðskorpunni, oftast tengt umbrotum við Svartsengi og á Sundhnúkagígaröðinni.

Í nótt varð einnig skjálftahrina nærri Eldey þar sem tveir skjálftar voru stærri en 3 að stærð og fjöldi minni skjálfta.