Shuttle4u
Shuttle4u

Fréttir

Framsókn með engan þingmann í Suðurkjördæmi í nýrri könnun
Framsókn fær 8,2% fylgi og engan mann í nýustu könnun Þjóðarpúls Gallup og RÚV.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 5. ágúst 2025 kl. 11:00

Framsókn með engan þingmann í Suðurkjördæmi í nýrri könnun

Í nýrri skoðanakönnun Þjóðarpúls Gallup í samvinnu við RÚV missir Framsókn báða sína þingmenn en annar þeirra, Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, komst inn sem jöfnunarþingmaður í síðustu kosningum. Fylgi Flokks fólksins hefur minnkað um tæpan þriðjung frá síðustu þingkosningum og missir annan sinn þingmann samkvæmt þessari könnun.

Í þessari nýju könnun mælist Samfylking stærst með 25,7% fylgi og fær þrjá þingmenn. Það er minnsta fylgi flokksins á landsvísu. Sjálfstæðisflokkur kemur rétt á eftir, næst stærstur, með 24,8% fylgi og þrjá þingmenn.

Flokkur fólksins fær 14,1% og missir mann en hvergi á landinu er fylgi flokksins jafn mikið. Miðflokkurinn fær 11,5%, Viðreisn 8,9% og báðir flokkar einn þingmann. Píratar fá 2%, Sósíalistaflokkurinn 1,1% og VG 2,4%.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Kjördæmið fékk tíunda þingmanninn í blálok talningar í vor þegar Sigurður Ingi datt inn í beinni útsendingu. Samkvæmt þessari könnun fengi flokkurinn ekki uppbótarþingmann.