Mikið endurbætt sýning um sjóslys og vita opnuð við Reykjanesvita
Sýningin Leiðarljós að lífhöfn við Reykjanesvita, sem unnin var fyrir Hollvinasamtök vitans hefur verið opnuð að nýju eftir miklar endurbætur. Samhliða sýningunni hefur verið opnað kaffihús í vitavarðarhúsinu.
Sýningarstjóri er Eiríkur P. Jörundsson en mikil heimildavinna er á bakvið sýninguna. Þar er veitt innsýn í vitasögu landsins og einnig fjölmörg sjóslys sem urðu við Íslandsstrendur á 20. öldinni. Í þessum slysum létust oft tugir manna á hverju ári á fyrri hluta síðustu aldar. Nöfn allra sem fórust eru birt á sýningunni.
Í spilaranum hér að ofan er rætt við Eirík um sýninguna á Reykjanesi.