Shuttle4u
Shuttle4u

Fréttir

Fjöldi útkalla og fjölbreytt verkefni
Slökkvilið við gagnaverið í nýliðnum júlímánuði.
Þriðjudagur 5. ágúst 2025 kl. 10:36

Fjöldi útkalla og fjölbreytt verkefni

Brunavarnir Suðurnesja sinntu alls 377 sjúkraflutningum í nýliðnum júlímánuði. Þar af voru 143 á forgangi.

Útköll á slökkvilið voru 29 talsins og þar af voru ellefu á forgangi.

Verkefni slökkviliðs eru fjölbreytt eins og þau eru mörg. Meðal annars fékk slökkviliðið eitt útkall vegna „hitabylgjunnar“ í júlímánuði. Þar aðstoðuðu slökkviliðsmenn m.a. við að kæla niður gagnaver í Reykjanesbæ í mesta hitanum.

Bílakjarninn
Bílakjarninn