Shuttle4u
Shuttle4u

Fréttir

Enn er hætta á skyndilegum framhlaupum við jaðra hraunsins
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 4. ágúst 2025 kl. 06:00

Enn er hætta á skyndilegum framhlaupum við jaðra hraunsins

Skyggni við eldstöðvarnar var mjög gott í nótt. Virknin er stöðug og vefmyndavélar Veðurstofunnar sýna að hraun rennur enn til austurs frá gígnum og dreifir úr sér til norðurs og suðurs en hraunjaðrar breytast lítið. Enn er hætta á skyndilegum framhlaupum við jaðra hraunsins.
Í gær og í nótt mældist bæði gasmengun og gosmóða í litlum mæli í Hvalfirði og í Vík í Mýrdal mældist nokkur gosmóða. Nú í morgunsárið er suðlæg átt á gosstöðvunum og gasmengun berst til norðurs í átt að Vogum. Eftir hádegi snýst í norðvestan- og vestanátt og berst þá gasmengun til austsuðausturs yfir Suðurland og á haf út.
Bílakjarninn
Bílakjarninn