Vinnvinn
Vinnvinn

Fréttir

Slæmt skyggni við gosstöðvarnar í rigningunni í nótt
Laugardagur 2. ágúst 2025 kl. 08:57

Slæmt skyggni við gosstöðvarnar í rigningunni í nótt

Heldur slæmt skyggni var við gosstöðvarnar í nótt en enn glóir í gígnum og virkni helst stöðug. Áfram rennur hraun frá gígnum til austurs og suðausturs og samkvæmt nýjustu gögnum hefur útbreiðsla hraunsins síðustu daga verið mest næst gígnum til suðausturs og nyrst á hraunbreiðunni, segir í frétt frá Veðurstofu Íslands.

Þótt hraunjaðarinn breytist hægt er mikilvægt að hafa í huga að öll hraunbreiðan er virk og gæta þarf fyllsta öryggis við gosstöðvarnar. Hraunbreiðan heldur áfram að tjakkast upp og framhlaup geta því orðið við hraunjaðarinn óforvarandis. Við brýnum fyrir fólki að fylgja fyrirmælum og upplýsingum á svæðinu.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Brennisteinsdíoxíð mældist í Vogum, Njarðvík og Keflavík um stutta stund í nótt. Spáð er stífri sunnanátt við gosstöðvarnar í dag og gæti gasmengunar því orðið vart í Vogum og jafnvel á sunnanverðu Snæfellsnesi. Snýst í suðvestanátt í nótt og því gæti gas borist yfir Höfuðborgarsvæðið og allt upp í Borgarfjörð fram á morgundaginn. Sjá gasdreifingarspá á heimasíðu Veðurstofunnar og loftgæði á vef Umhverfis- og orkustofnunar.

Grindvíkingurinn og áhugaljósmyndarinn Jón Steinar Sæmundsson sendi drónann yfir gosstöðvarnar síðasta miðvikudag og má sjá það hér að neðan.