Bilakjarninn
Bilakjarninn

Fréttir

Tvö fyrirtæki við eftirlit í Grindavík kosta ríkið yfir 50 milljónir kr. á mánuði
Starfsmenn Sigmanna eru á vakt þegar fjölmiðlafólk vill skoða sprunguna í Hópinu, knattspyrnuhúsi Grindvíkinga.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
fimmtudaginn 31. júlí 2025 kl. 17:18

Tvö fyrirtæki við eftirlit í Grindavík kosta ríkið yfir 50 milljónir kr. á mánuði

Öryggisstjóri Grindavíkur tengist stjórnarformanni og eiganda Sigmanna ehf., nánum böndum.

Síðan hamfarirnar áttu sér stað í Grindavík 10. nóvember 2023, hafa tvö fyrirtæki verið áberandi í grindvísku samfélagi, Öryggismiðstöðin og Sigmenn ehf. Ríkið hefur greitt Öryggismiðstöðinni 725 milljónir frá 10. nóvember 2023 til loka júní 2025 og Sigmenn ehf. hafa fengið 191 milljón á sama tíma. Bara á þessu ári hafa Sigmenn ehf. fengið greiddar um 60 milljónir, sem gerir mánaðarlegan kostnað upp á u.þ.b. tíu milljónir. Mánaðarlegur kostnaður Öryggismiðstöðvarinnar er um 42 milljónir.

Þegar málið er kannað nánar kemur athyglisverð staðreynd í ljós, stjórnarformaður Sigmanna ehf., er eiginkona Öryggisstjóra Grindavíkur en hann er starfsmaður Ríkislögreglustjóra. 

Engar teljandi sprungumyndanir hafa orðið í Grindavík síðan í janúar í fyrra og frá og með ágúst 2024, hefur Grindavík verið talinn öruggur bær til búsetu þar sem búið er að laga sumar sprungur, og girða aðrar af. Samt er fyrirtækið Sigmenn ehf. ennþá að senda reikning að upphæð u.þ.b. tíu milljónir um hver mánaðarmót. Það kom veitingarhúsareiganda á óvart á dögunum þegar starfsmenn Sigmanna ehf. komu og þrifu gluggana á veitingastaðnum, óumbeðnir.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Öryggismiðstöðin hefur sinnt öryggisgæslu og fyrirtækið mannaði líka þrjá lokunarpósta til Grindavíkur stóran hluta síðasta árs. Að sögn Grindvíkinga var þetta fyrirkomulag ekki að virka sem skyldi, dæmi voru um að kennitölur á borð við 331329-0000, eða 123456-7890, voru gefnar upp. Starfsmaður á lokunarpósti skrifaði þessar upplýsingar niður og óskaði viðkomandi góðs dags, sem fór í gegnum lokunarpóstinn.

Heimildir herma að Slökkvilið Grindavíkur sem þarf að vera með vakt í Grindavík, hafi boðist til að sinna þeirri öryggisgæslu í Grindavík sem Öryggismiðstöðin sinnir, þessu hafi verið komið á framfæri við Grindavíkurnefndina en ekki náðist í neinn hjá Grindavíkurnefndinni til að fá þetta staðfest.

Hér er hægt að sjá upplýsingar um kostnað sem ríkið borgar

Dæmi:

Stofnun: Ríkislögreglustjóri

Birgi: Öryggismiðstöðin eða Sigmenn