Enn mallar í eldgosinu
Elgosið sem hófst miðvikudaginn 16. júlí lifir enn þó mikið hafi dregið úr kraftinum. Enn mallar í einum gíg og hefur gosið verið stöðugt áfram í dag. Engar miklar breytingar hafa orðið á virkni þess eða hraunútbreiðslu, hraun rennur áfram til austurs frá gígnum og hraunjaðrarnir hreyfast eilítið bæði suður og norður meðfram Fagradalsfjalli. Hraunbreiðan heldur áfram að tjakkast upp og hækka sem eykur líkur á framhlaupi hrauns við hraunjaðrana.
Áfram er stöðugur straumur ferðamanna að eldgosinu en hægt er að ganga að því frá tveimur stöðum, frá Grindavíkurveg og frá bílastæði við rætur Fagradalsfjalls.
Veitingastaðir í Grindavík eru áfram þétt setnir og er mikil umferð ferðamanna í Grindavík.
Lítil gasmengun hefur mælst á landinu í nótt.
Gasdreifingarspá gerir ráð fyrir að gasmengunar geti orðið vart á Suðurlandi í dag.