Vinnvinn
Vinnvinn

Íþróttir

Grindavík styrkir sig fyrir lokaátökin í Lengjudeild karla
Terry (í dökka búningnum) í leið með NEC Nijmegen í Hollandi.
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
fimmtudaginn 31. júlí 2025 kl. 17:00

Grindavík styrkir sig fyrir lokaátökin í Lengjudeild karla

Hollenski knattspyrnumaðurinn Terry Lartey Sanniez er genginn til liðs við Grindavík í Lengjudeild karla. Terry sem er varnarmaður, lék síðast með NEC Nijmegen í heimalandi sínu en hann á landsleiki að baki með yngri landsliðum Hollands.

Að sögn Ólafs Más Sigurðssonar, stjórnarformanns knattspyrnudeildar UMFG, er Terry öflugur varnarmaður og muni vonandi styrkja varnarleik liðsins en Grindavík hefur fengið langflest mörk á sig í Lengjudeild karla í sumar, 42 talsins í fimmtján leikjum.

Styr stóð um þessi félagsskipti, Haukur Guðberg Einarsson, formaður knattspyrnudeildar UMFG, sagði upp og bar við trúnaðarbresti, Viðtal við Hauk Víkurfréttir birti sama dag viðtal við Ólaf Má Viðtal við Ólaf Má

Bílakjarninn
Bílakjarninn