Helgi Dan og Dýrleif klúbbmeistarar GG
Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur (GG) fór fram á dögunum og annað árið í röð var bara um þriggja daga mót að ræða í stað hefðbundinna fjögurra daga. Mótið átti að hefjast miðvikudaginn 16. júlí en vegna eldgossins þurfti að blása fyrsta dag af og því hófst mótið ekki fyrr en á fimmtudeginum. Helgi Dan Steinsson varð að vanda klúbbmeistari karla og nálgast hann tug titla í þessu vinsælasta golfmóti GG. Nýliðinn Dýrleif Arna Guðmundsdóttir kom, sá og sigraði í mfl. kvenna, en hún er ein fjögur hundruð nýrra meðlima GG síðan í vor.
Önnur úrslit mótsins má nálgast á Golfbox.