Sigrar hjá Njarðvík og Keflavík
Njarðvík og Keflavík voru að keppa í kvöld í Lengjudeild karla og höfðu bæði sigur, Njarðvík tók HK í kennslustund, 3-0 og Keflavík gerði góða ferð í Breiðholtið og vann 0-2 sigur gegn botnliði Leiknis.
Njarðvík - HK 3-0
Domink Radic kom Njarðvík yfir á 18. mínútu og þannig stóð í leikhléi. Arnleifur Hjörleifsson kom Njarðvík í 2-0 á 53 mínútu og Oumar Diouck bætti þriðja markinu við á 81. mínútu.
Leiknir - Keflavík 0-2
Kári Sigfússon kom Keflavík yfir á 39. mínútu og þannig stóð í hálfleik. Franz Elvarsson gulltryggði svo sigurinn á 67. mínútu.
Njarðvíkingar komu sér á toppinn með sigrinum, eru með 31 stig en ÍR sem er með 29 stig á leik til góða, mæta Selfyssingum á morgun.
Keflavík er áfram í baráttunni um að komast í umspilið, eru komnir með 25 stig.