Bilakjarninn
Bilakjarninn

Fréttir

Byggðasafnið á Garðskaga óskar eftir myndum af íþróttastarfi Reynis í Sandgerði
Þriðjudagur 29. júlí 2025 kl. 17:26

Byggðasafnið á Garðskaga óskar eftir myndum af íþróttastarfi Reynis í Sandgerði

Í samstarfi við Knattspyrnufélagið Reyni vegna 90 ára afmælis félagsins óskar safnið eftir ljósmyndum frá íþróttastarfinu til varðveislu.

Ljósmyndirnar verða skráðar á sarpur.is sem er menningarsögulegt gagnasafn landsins og er því best að upplýsingar um nöfn og ártöl fylgi ef hægt er.
Myndum má skila inn á Byggðasafnið á Garðskaga og Bókasafn Suðurnesjabæjar, einnig má senda póst á [email protected]

Meðfylgjandi ljósmynd er varðveitt á byggðasafninu og má finna á sarpur.is


Á myndinni er fjórði flokkur Knattspyrnufélagsins Reynis í Sandgerði árið 1955 – 1958

Aftari röð frá vinstri: Vilberg Jónsson þjálfari, Óskar Gunnarsson, Kári Sæbjörnsson, Aðalsteinn Guðnason, Gunnlaugur Gunnlaugsson (Gulli í Tungu) aðstoðarþjálfari, Helgi Ármannsson, Rúnar Marvinsson, Björn Sigurðsson og Eiríkur Helgason þjálfari. Fremri röð frá vinstri: John Hill, Loftur Þorsteinsson, Ægir Axelsson, Svanur Tryggvason og Gottskálk Ólafsson.

Bílakjarninn
Bílakjarninn


Myndin er tekin aftan við syðra markið á gamla malarvellinum í Sandgerði. Húsið í bakgrunni er Hraungerði. Þar var rófugarður og þegar boltinn fór yfir vegginn kom fyrir að nokkrar rófur hyrfu um leið og boltinn var sóttur.