Enn gýs og virknin stöðug
Gosvirkni í gígnum á Sundhnúkagígaröðinni hefur haldist stöðug í nótt.
Í dag er spáð er suðvestlægri átt á gosstöðvunum og þá má því gera ráð fyrir að SO2 gas frá eldgosinu berist yfir Höfuðborgarsvæðið, Hvalfjörð og Akranes og jafnvel upp í Borgarfjörð.
Lítil gasmengun og gosmóða hefur mælst í nótt. Þó er aðeins farið að mælast af SO2 gasi í Garðabæ og Hvalfirði en enn vel innan heilbrigðismarka.
Sjá gasdreifingarspá á heimasíðu Veðurstofunnar https://www.vedur.is/eldfjoll/ eldgos-a-reykjanesi/gasmengun/ og loftgæði á vef Umhverfis- og orkustofnunar https://loftgaedi.is