Suðurnesjaliðin í baráttunni í gærkvöldi
Suðurnesjaliðin í Lengjudeild kvenna, 2. og 3. deild karla, voru að keppa í gær og var gengið misjafnt. Hið sameinaða lið Grindavíkur/Njarðvíkur heldur áfram á sínu góða skriði en Keflavík hvorki gengur né rekur. Í 2. deildinni var uppskeran einungis eitt stig hjá tveimur liðum og Reynismenn töpuðu í 3. deild karla. Á mánudagskvöld var RB að keppa í 5. deildinni og á þriðjudagskvöldið voru Hafnarmenn að etja kappi í 4. deildinni, töp í báðum leikjum og því má með sanni segja að þessi vika hafi ekki verið vika Suðurnesjaliðanna en liðin í Lengjudeild karla sóttu einungis tvö stig af níu mögulegum á þriðjudagskvöldið.
Lengjudeild kvenna
Grótta - Grindavík/Njarðvík 0-2
Emma Nichols Phillips kom Grindavík/Njarðvík yfir á 8. mínútu og Júlía Rán Bjarnadóttir gulltryggði sigurinn á 57. mínútu.
Keflavík - ÍA 1-2
Hvorki gengur né rekur hjá Keflavík, sem ætlaði sér beint upp í Bestu deildina. Þær lentu 0-2 undir og mark Oliva Madeline Simmons á 82. mínútu dugði skammt.
Grindavík/Njarðvík í 3. sæti með 26 stig. ÍBV er efst með 31 stig og eiga leik til góða. Keflavík í 8. sæti með 15 stig
2. deild karla
KFG - Þróttur 4-3
Þróttur komst yfir á 14. mínútu með marki Hreins Inga Örnólfssonar en KFG svaraði með tveimur mörkum á 20. og 22. mínútu. Jón Jökull Hjaltason jafnaði fyrir Þrótt skömmu fyrir leikhlé en KFG skoraði svo tvö mörk í seinni hálfleik, á 67. og 71. mínútu en Rúnar Ingi Eysteinsson minnkaði muninn á 73. mínút en nær komust Þróttarar ekki.
Toppliðið Ægir vann og hefur búið sér til þægilegt sex stiga forskot á Þrótt og Dalvík/Reyni en þeir síðarnefndu töpuðu líka í gær.
Víðir - Höttur/Huginn 2-2
Það leit vel út fyrir Víðismenn en þeir komust í 2-0 með mörkum David Toro Jiminez og Vals Þórs Hákonarsonar en Austfirðingarnir náðu að jafna og 2-2 lokaúrslit leiksins.
Þetta voru fyrstu stig Víðismanna í ansi langan tíma og vonandi munu þeir komast á beina braut í framhaldinu en þeir eru áfram neðstir með 9 stig en sex stig eru í 10. sætið og því vinna framundan hjá Garðmönnum.
3. deild karla
Reynir - Tindastóll 2-3
Reynismönnum kippt niður á jörðina eftir gott gengi að undanförnu. Óðinn Jóhannsson jafnaði fyrir Reyni í byrjun seinni hálfleiks eftir að Stólarnir höfðu komist yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Aftur lentu þeir undir en Ólafur Darri Sigurjónsson jafnaði en sigurmark Tindastóls kom á 72. mínútu og þar við sat.
Hafnir í 4. deild töpuðu á þriðjudagskvöld fyrir Árborg, 3-0 og í B-riðli 5. deildar máttu RB-menn sætta sig við stórt tap gegn KFR, 5-1.
Þessar myndir frá leik KFG og Þróttar, tók Helgi Þór Gunnarsson.