Vinnvinn
Vinnvinn

Fréttir

Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur ánægð með umræðuna
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
laugardaginn 2. ágúst 2025 kl. 17:39

Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur ánægð með umræðuna

„Við höfum bent á þetta í langan tíma og ég er mjög ánægð með að þetta sé komið upp í umræðuna. Það þarf að skoða þessi mál ofan í kjölinn, mér er mikið í mun að farið sé vel með almannafé og sú hefur ekki verið raunin að mínu mati,“ segir Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur, þegar hún var innt eftir svörum varðandi fréttaflutninginn um kostnað tveggja fyrirtækja sem sinna öryggismálum í Grindavík.

Ásrún vill fá viðbrögð frá Grindavíkurnefndinni en hún og aðrir í bæjarstjórn hafa lengi talað fyrir að betur mætti fara með fé.

„Við þurfum að vera með slökkvilið tiltækt og þeir ágætu menn sem þar starfa, hafa talað fyrir því að þeir gætu sinnt þeirri öryggisgæslu sem Öryggismiðstöðin hefur sinnt hér í Grindavík. Það mátti kannski sýna þessu skilning þegar opnað var fyrir almenning í október í fyrra en að sama fyrirkomulag sé ennþá við lýði með þeim kostnaði sem hlýst af, er út úr kortinu að mínu mati. Og að Sigmenn ehf. séu enn að senda reikninga á ríkið, þetta er óskiljanlegt. Grindavíkurnefndin hefur verið með þessi mál á sinni könnu og ég hlakka til að heyra viðbrögð frá henni.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Vonandi mun eitthvað gott koma út úr þessu, mér skilst að búið sé að segja upp samningi við Öryggismiðstöðina og vonandi verður breyting á þessu öllu. Ég vona að það fari að kveða við nýjan hljóm hjá ríkisstjórninni, uppbygging í Grindavík á að geta farið að hefjast að mínu mati,“ sagði Ásrún.