Enn virkni í gígnum og land rís
Á vefmyndavélum Veðurstofunnar má sjá að enn er virkni í gígnum. Óróinn hefur haldist mjög lítill í alla nótt. Hraunjaðrar breytast lítið. Enn er hætta á skyndilegum framhlaupum við jaðra hraunsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.
Þó dregið hefur verulega úr gosvirkni er ennþá möguleiki á mengun frá gosmóðu. Í dag er suðlæg og suðvestlæg átt við gosstöðvarnar og berst gasmengun fyrst til austurs, en síðar norðurs og norðausturs, mengunnar gæti orðið vart á Akranesi og Snæfellsnesi.
Sjá gasdreifingarspá á heimasíðu Veðurstofunnar og loftgæði á vef Umhverfis- og orkustofnunar.
Landris er enn í gangi.