Miðvikudagur 6. ágúst 2025 kl. 10:36
Skjálftahrina nærri Eldey
Í morgun klukkan 7:15 og 7:18, 6. mældust tveir skjálftar, báðir 3,1 að stærð, á Reykjaneshrygg, um 25 km SV af Eldey í skjálftahrinu sem nú virðist yfirstaðin.
Algengt er að fá skjálfta af þessari stærð á þessu svæði, síðast mældust skjálftar af svipaðri stærð þar 7. júlí sl.