Bilakjarninn
Bilakjarninn

Fréttir

Götu- og torgsölu í Reykjanesbæ settar reglur
Nýju reglurnar gilda ekki á Ljósanótt.
Miðvikudagur 6. ágúst 2025 kl. 15:40

Götu- og torgsölu í Reykjanesbæ settar reglur

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur afgreitt nýja samþykkt um götu- og torgsölu í bænum. Með samþykktinni eru skilgreind ákveðin svæði í öllum hverfum bæjarins þar sem heimilt verður að stunda slíka sölu, auk þess sem gjaldskrá fyrir söluaðila var staðfest.

Samþykktin var unnin eftir að umsagnir bárust og tekið var mið af ábendingum sem komu fram í ferlinu. Markmiðið er að skapa skýrari ramma um starfsemi götusala, tryggja öryggi og samræma reglur milli hverfa bæjarins.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Í skýrslu sem lögð var fram á fundinum kemur fram að skilgreind hafa verið sölusvæði í öllum fimm hverfum bæjarins: Keflavík, Innri- og Ytri-Njarðvík, Ásbrú og Höfnum. Hvert svæði hefur sitt kort og númer sem auðveldar úthlutun leyfa og eftirlit.

Með þessari samþykkt geta söluaðilar sótt um leyfi til að starfa á skilgreindum svæðum, gegn greiðslu gjalds samkvæmt nýrri gjaldskrá.