Bilakjarninn
Bilakjarninn

Fréttir

Bátum og kerrum á uppsáturssvæði í Gróf verður fargað
Svona var umhorfs á uppsáturssvæðinu í Grófinni í gærdag. VF/Hilmar Bragi
Miðvikudagur 6. ágúst 2025 kl. 07:13

Bátum og kerrum á uppsáturssvæði í Gróf verður fargað

Eigendur hafa tíma til 15. ágúst að fjarlægja eigur sínar

Eigendur og umráðamenn báta, bátakerra og á öðrum búnaði sem er á uppsáturssvæði við smábátahöfnina í Gróf hafa tíma til 15. ágúst næstkomandi að fjarlægja viðkomandi hluti. Uppsáturssvæðið verður aflagt um miðjan mánuðinn en byggingarframkvæmdir eru að hefjast á svæðinu.

Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar, sagði í samtali við Víkurfréttir að eftir 15. ágúst verði gripið til lokaúrræðis, sem er að farga því sem er á svæðinu.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Á uppsáturssvæðinu eru ennþá fjölmargir bátar í misgóðu ástandi. Þar eru enn fleiri bátakerrur, útgerðarvörur ýmiskonar og annað drasl. Þessu verður öllu komið til förgunar ef eigendur bregðast ekki við á næstu dögum.

Í samtali við Víkurfréttir segir Halldór Karl að Reykjaneshöfn muni bjóða uppá afgirt geymslusvæði í Helguvík fyrir báta og kerrur. Þar verði hægt að fá leigt stæði og reglurnar verið harðar, aðeins bátar og bátakerrur. Þar verði ekki leyft að geyma aðrar útgerðarvörur eins og veiðarfæri eða slíkt.

Eigendum smábáta sem þurfa á uppsátri að halda er bent á að hafa samband við Reykjaneshöfn í síma 420 3224.