Fimmtudagur 7. ágúst 2025 kl. 09:48
Enn skelfur suðvestur af Eldey
Í gærmorgun, 6. ágúst, hófst skammlíf skjálftahrina á Reykjaneshrygg, um 25 km SV af Eldey. Tveir skjálftar mældust 3,1 að stærð
Nú í morgun, 7. ágúst, tók hrinan sig upp að nýju og mældust tveir skjálftar um 3.3. að stærð á sömu slóðum.
Skjálftavirkni er algeng á svæðinu.