Shuttle4u
Shuttle4u

Fréttir

Fræsing og malbikun á Garðbraut í Garði og umferð takmörkuð
Fimmtudagur 7. ágúst 2025 kl. 16:51

Fræsing og malbikun á Garðbraut í Garði og umferð takmörkuð

Framkvæmdir við fræsun og síðar malbikun á Garðskagavegi/Garðbraut fer fram föstudaginn 8. ágúst og mánudaginn 11. ágúst.

Um er að ræða um 1.400 metra kafla frá Réttarholtsvegi að Garðbraut 92. Á meðan fræsing stendur yfir verður akstursleiðin þrengd niður í eina akrein, og má búast við truflunum á umferð báða dagana á tímabilinu kl. 09:00–18:00.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Umferð stýrt og aðgengi heimila tryggt eins og kostur er

Viðeigandi umferðarmerkingar verða settar upp samkvæmt lokunarplani sem birt hefur verið með tilkynningu bæjarins, og munu framkvæmdaaðilar reyna eftir bestu getu að tryggja aðgengi íbúa að heimilum sínum, þrátt fyrir lokanir á svæðinu.

Vegfarendur eru hvattir til að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát á framkvæmdasvæðinu til að tryggja öryggi bæði vinnufólks og annarra vegfarenda.

Í tilkynningu þakkar Suðurnesjabær íbúum og vegfarendum fyrir þolinmæði og tillitssemi á meðan á framkvæmdunum stendur.