Vinnvinn
Vinnvinn

Mannlíf

Verslunarmannahelginni eytt í landsliðsverkefnum
Birna með Lovísu Írisi, vinkonu sinni, á góðri stund á leið í Herjólfsdal.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
sunnudaginn 3. ágúst 2025 kl. 06:00

Verslunarmannahelginni eytt í landsliðsverkefnum

Körfuknattleikskonan Birna Valgerður Benónýsdóttir á ekkert nema skemmtilegar minningar af verslunarmannahelgum sínum á unglingalandsmótinu sem krakki en þegar hún komst á unglingsaldur var ekki í boði að fara á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum eða á aðra útihátíð, hún var upptekin við körfuboltaiðkun með unglingalandsliðum Íslands í körfuknattleik. Síðan þá hefur hún prófað að fara á þjóðhátíð og kunni vel við sig, þó ekki það vel að hún sé sjúk í að fara í ár og gerir í staðinn ráð fyrir rólegri helgi í sumarbústað með vinkonum sínum og börnum þeirra. Uppáhalds staðurinn er Slétta, sem er húsið sem afi hennar ólst upp í. Það er við mynni Jökulfjarða og á fjölskyldan hluta í því.
Birna og Sólveig Rún í góðum gír í brekkunni á þjóðhátíð.
Birna hefur ekki getað leikið körfuknattleik síðan hún sleit krossbönd í úrslitakeppninni vorið 2024 en er á góðri leið í sinni endurhæfingu.

„Mínar verslunarmannahelgar upp unglingsárin fóru fram á erlendri grundu því ég var alltaf að keppa með unglingalandsliðinu í körfu. Maður vissi af þessu, svona var þetta og við vorum því ekkert að svekkja okkur á þessu, hlustuðum í staðinn á brekkusönginn í útvarpinu og nutum þannig. Þegar loksins kom að því að vera ekki upptekin í körfu yfir verslunarmannahelgi, var ég ekki spenntari en svo að ég vildi frekar geta unnið yfir þá helgi. Síðustu tvær verslunarmannahelgar fór ég svo á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og skemmti mér mjög vel, ætli sú fyrri sé ekki eftirminnilegasta verslunarmannahelgin ef þú spyrð mig þeirrar spurningar. Mér fannst þetta mjög gaman en þó ekki þannig að ég verði að komast í ár, kannski er ég bara búin með þann pakka en ég er líka að hugsa um hnéið á mér. Vinkonurnar eru sumar komnar með börn og við erum að plana sumarbústaðarferð svo það verður eitthvað minna um hefðbundið stuð en í staðinn farið í pottinn, eldaður góður matur og farið í göngutúra með góðum vinkonum. Ef ég væri að fara á þjóðhátíð í ár og ætti að nefna það mikilvægasta til að taka með, hlý undirföt. Manni verður að vera hlýtt svo ég myndi allan daginn svara þeirri spurningu á þann máta.

Fjölskyldan á leið til Sléttu á Hornströndum.

Minn uppáhaldsstaður á Íslandi er bærinn Slétta sem er á Hornströndum, í u.þ.b. klukkustundar göngu frá Hesteyri. Fjölskyldan á hluta í þessari paradís, það er ekkert rafmagn þarna og ég slekk alltaf á símanum þegar ég fer þangað en við vorum þar í fimm daga í sumar. Afi ólst upp þarna, það er æðislegt að vera þarna og ég reyni að komast á hverju sumri, ég lærði að labba þarna tíu mánuða gömul.“

Bílakjarninn
Bílakjarninn
Afi Birnu, Herbert Árnason, í húsinu á Sléttu.