Vinnvinn
Vinnvinn

Pistlar

Anna Pálína Árnadóttir - minning
Sunnudagur 3. ágúst 2025 kl. 06:57

Anna Pálína Árnadóttir - minning

fædd 13.01.1964 — dáin 11.7. 2025.

Með sorg í hjarta langar mig að minnast Önnu Pálu, skólasystur minnar og vinkonu, sem kvaddi okkur alltof snemma eftir stutt veikindi.

Við Anna höfum þekkst alla ævi. Mæður okkar voru vinkonur og mikill samgangur milli heimila. Við sátum saman við borð alla barnaskólagönguna – á þeim tíma sátu tveir og tveir saman, og við urðum nánari með hverju ári sem leið.

Margt fer í gegnum hugann á þessari stundu. Á unglingsárunum vorum við mikið saman. Við fórum saman á okkar fyrstu Þjóðhátíð, aðeins 16 ára gamlar. Ég fékk að fara því að Anna Pála var með – mamma sagði að það væri í lagi, því hún væri traustur vinur. Og það var hún svo sannarlega. Alltaf líf og fjör þar sem Anna var nálægt – hláturinn, hlýjan og gleðin sem hún bar með sér.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Við héldum alltaf vinskapnum við – þó að við hittumst ekki oft, þá var það eins og tíminn hefði staðið í stað þegar við sáumst. Á síðasta fermingarafmæli vorum við saman í fermingarnefnd með fleiri skólafélögum – þú tókst því að sjálfsögðu fagnandi að vera með, eins og þú varst alltaf tilbúin til að leggja þitt af mörkum.

Elsku Kalli, Sveinbjörg, Þórhallur og Árni – megi Guð veita ykkur styrk á þessum erfiðu tímum.

Minning Önnu Pálu mun lifa með okkur.


Með ást og virðingu,

Lóa Bragadóttir, bekkjarsystir.


Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt,

eitt orð getur bjargað degi,

ein hönd sem tekur aðra í sína

getur mjúka gert hörð og meiðin.

Eitt hjarta sem slær með öðru

getur lífið allt blessað.

Því gefðu það sem þú getur –

einlægni, kærleik og traust.

Eftir: Huldu (Unnur Benediktsdóttir Bjarklind).