Mannlíf

Grindvíkingar skemmtu sér frábærlega á þorrablótinu
Miðvikudagur 7. febrúar 2024 kl. 13:30

Grindvíkingar skemmtu sér frábærlega á þorrablótinu

Grindvíkingar létu ástandið í Grindavík ekki stöðva sig og héldu sitt árlega þorrablót með pompi og prakt á laugardaginn á heimavellinum sínum í Smáranum í Kópavogi. Metmæting var og var ljóst frá fyrstu mínútu að Grindvíkingar skildu leiðindin vegna ástandsins heima fyrir eftir þar sem þau búa í dag og voru bara mættir til að skemmta sér saman.

Ingimar Waldorff hefur verið í þorrablótsnefndinni frá upphafi, eins og nánast allir sem eru í nefndinni. „Ég held ég hafi sjaldan skemmt mér eins vel. Ég var allan tímann sannfærður um að allir myndu skilja blúsinn eftir heima og væru bara að koma til að skemmta sér. Það var athyglisvert að tala við einn dyravörðinn, hann er vanur leiðindum á böllum og bjó sig undir það versta, hann trúði ekki hversu vel þetta fór fram. Sjálft blótið lukkaðist ótrúlega vel, veislustjórarnir okkar, þau Hjálmar Örn og Eva Ruza, fóru gersamlega á kostum. Það var mikið fagnað þegar Hjálmar reif sig úr að ofan og klæddi sig í gula Grindavíkurtreyju, Eva þurfti ekki að gera það þar sem hún mætti í fallegum gulum kjól, þau voru alveg frábær. Ég held ég hafi slegið met í knúsum þetta kvöld, ég gerði ekki annað en knúsa fólk og það var gaman að sjá hvað þorrablótsmyndbandið vinsæla sló í gegn,“ sagði Ingimar að lokum.

Hér að neðan má ljósmyndir sem teknar voru af gestum þorrablótsins.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Þorrablót Grindavíkur 2024