Mannlíf

Frístundabændur endurheimtu fé af fjalli
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
miðvikudaginn 23. september 2020 kl. 21:20

Frístundabændur endurheimtu fé af fjalli

Frístundabændur í Grindavík smöluðu um síðustu helgi og réttir fóru svo fram í Þórkötlustaðarétt á sunnudaginn. Að þessu sinni var fámennt í réttinni því þar voru engir gestir leyfðir vegna kórónuveirufaraldursins. Það hefur oft verið sagt um réttir í Grindavík að þar sé fleira fólk en fé, enda rollubúskapur Grindvíkinga bara áhugamál heimamanna sem eiga allt frá einni kind og upp í nokkra tugi. Það var þó fleira fé en fólk í Þórkötlustaðarétt á sunnudaginn. Þá léku ferskir vindar um fólk og fé sem kom vænt af fjalli.

Ljósmyndari Víkurfrétta var á staðnum og tók meðfylgjandi myndir sem má sjá í myndasafni hér að neðan.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Réttir í Grindavík 2020