„Nýju“ Suðurnesjamennirnir Brodnik og Matasovic í landsliðshópnum
Tveir „nýir“ Íslendingar og Suðurnesjamenn, Jaka Brodnik frá Keflavík og Mario Matasovic frá Njarðvík, eru í 22 manna æfingahópi Íslands í körfubolta en landsliðið undirbýr sig nú af kappi fyrir komandi Eurobasket í lok ágúst.
Þeir Jaka og Mario eru meðal þeirra erlendra körfuknattleiksmanna sem fengu íslenskan ríkisborgararétt nýlega. Auk þeirra eru Suðurnesjamennirnir Elvar Már, Jón Axel, Kristinn Pálsson og Ólafur Ólafsson í hópnum.
Fyrir utan æfingar þá verða fimm landsleikir spilaðir áður en farið verður á EuroBasket. Liðið fer til Ítalíu1.-4. ágúst og tekur þátt í móti ásamt heimamönnum, Pólverjum og Senegölum. Ísland mætir Ítalíu í fyrri leik ferðarinnar og fer það eftir úrslitum úr leik Pólverja og Senegala hvoru liðinu Ísland mætir í seinni leik ferðarinnar.
12.-16. ágúst fer liðið til Portúgal og mætir þar Portúgal og Svíþjóð
22. ágúst mætir liðið svo Litháen í lokaleiknum fyrir EuroBasket og verður leikið í Litháen. Það verður svo farið beint til Katowice í Póllandi á EuroBasket en þangað verður liðið að vera mætt 25. ágúst.
Almar Atlason – USA – 0 landsleikir
Frank Aron Booker – Valur – 4
Friðrik Leó Curtis – USA – 0
Bjarni Guðmann Jónsson – Stjarnan – 5
Elvar Már Friðriksson – Marousso, Grikkland – 74
Haukur Helgi Pálsson – Álftanes – 75
Hilmar Smári Henningsson – Stjarnan – 20
Jaka Brodnik – Keflavík – 0
Jón Axel Guðmundsson – Burgos, Spáni – 35
Kári Jónsson – Valur – 35
Krstinn Pálsson – Aurora Basket Jesi, Ítalía (37)
Mario Matasovic -Njarðvík – 0
Martin Hermansson – Alba Berlin, Þýskaland – 77
Ólafur Ólafsson – Grindavík – 52
Orri Gunnarsson – Stjarnan – 11
Ragnar Nathanaelsson – Hamar – 65
Sigurður Pétursson – Keflavík – 3
Styrmir Snær Þrastarson – Belfius-Mons, Belgía – 20
Sigtryggur Arnar Björnsson – Tindastóll – 37
Tryggvi Hlinason – Bilbao, Spánn – 69
Ægir Þór Steinarsson – Stjarnan - 91
Þórir Þorbjarnarson – KR – 29