Bilakjarninn
Bilakjarninn

Fréttir

Enn lifir í einum gíg - myndir frá tíunda gosdegi
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 25. júlí 2025 kl. 10:17

Enn lifir í einum gíg - myndir frá tíunda gosdegi

Enn gýs í einum gíg á Sundhnúksgígaröðinni við Grindavík á ellefta degi elggoss sem hófst á þriðjudag í síðustu viku. Hér má sjá nýjar myndir Ísaks Finnbogasonar, ljósmyndara Víkurfrétta frá gosinu í gær, fimmtudag, á tíunda degi.

Virknin í gígnum er svipuð og í gær en óróinn er sveiflukenndur að sögn Veðurstofunnar. Lítil gosmóða var í nótt en hún mun berast til norðvesturs fyrripart dags, yfir Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ og svo til vesturs þegar líður á daginn. Í kvöld snýst vindáttinn til suðurs.

Nánar á loftgaedi.is

Bílakjarninn
Bílakjarninn