Bilakjarninn
Bilakjarninn

Fréttir

Enn stöðug gosvirkni - víða gosmengun
Fimmtudagur 24. júlí 2025 kl. 10:36

Enn stöðug gosvirkni - víða gosmengun

Gosvirkni hefur verið nokkuð stöðug í nótt frá því í gærmorgun. Áfram gýs úr einum gíg og rennur hraunið til austurs og dreifir úr sér á breiðunni innan við 1 km frá gígnum. Lítil eða hæg hreyfing er á ystu hraunjöðrum, segir í tilkynningu frá Veðurstofunni.
Í dag mun gasmengun (SO2) berast til norðursvesturs um morgunin og gæti hennar orðið vart í Reykjanes- og Suðurnesjabæ en þegar líður á daginn berst hún til norðurs og getur hennar orðið vart í Vogun, á Höfuðborgarsvæðinu, Borgarnesi og Akranesi.
Gosmóða (SO4) hefur mælst víða á landinu í morgun sárið. Með vaxandi SA átt ætti að draga úr gosmóðu víða í dag en hægviðri er á föstudag og hún gæti gert vart við sig aftur. 
Sjá gasdreifingarspá á heimasíðu Veðurstofunnar https://www.vedur.is/eldfjoll/eldgos-a-reykjanesi/gasmengun/ og loftgæði á vef Umhverfis- og orkustofnunar https://loftgaedi.is
Bílakjarninn
Bílakjarninn