Lið RKVN Símamótsmeistari
Lið 5. flokks RKVN kom, sá og sigraði á Símamótinu sem haldið var á dögunum en mótið er vinsælasta knattspyrnumót yngri knattspyrnukvenna og var fyrst haldið árið 1985. RKVN vann FH í úrslitaleiknum og það var Elva Sævarsdóttir sem skoraði sigurmarkið.
Símamótið er fyrir 5.-7. flokk kvenna og árið 2021 var fyrsta „Litla Símamótið“ haldið fyrir 8. flokk.
Það er Breiðablik sem heldur mótið og fara allir leikir í mótinu fram á völlum félagsins í Kópavogi.
Sigurlið RKVN var svona skipað en nafn liðsins er dregið af félögunum sem standa á bak við það; Reynir Sandgerði, Keflavík, Víðir Garði og Njarðvík.
Alexandra Líf Bjarkadóttir, Aþena Mist Aðalbjörnsdóttir Owen, Dýrleif Pedro Eriksdóttir, Elva Sævarsdóttir, Guðrún Tinna Óladóttir, Inga Laufey Bergmann Freysdóttir, Sara Lind Jónsdóttir og Tawba Nesma Amrouni.
Þjálfarar völdu nafn á liðið, en nafnið Hilda Rún varð fyrir valinu, í höfuðið á leikmanni meistaraflokks kvenna, Hildu Rún Hafsteinsdóttur sem varð Símamótsmeistari fyrir fjórum árum.
