Atnorth
Atnorth

Íþróttir

Tap hjá Keflavíkurkonum en Grindavík/Njarðvík vann
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 21. júlí 2025 kl. 16:09

Tap hjá Keflavíkurkonum en Grindavík/Njarðvík vann

Keflavíkurkonur töpuðu fyrir Gróttu á heimavelli í gær 1-2 og eru í þriðja neðsta sæti Lengjudeildar kvenna en Grindavík/Njarðvík vann sl. fimmtudag og er í 4. sæti.

Gróttukonur skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik en misstu svo leikmann útaf með rautt spjald á 61. mínútu. Keflavík náði ekki að nýta sér liðsmuninn nógu vel og skoruðu aðeins eitt mark í blá lokin en þar var að verki Amelía Rún Fjeldsted á 90. mínútu eftir hornspyrnu.

Það gengur vel hjá Grindavík/Njarðvík en liðið vann Fylki 2-0. Tinna Hrönn Einarsdóttir skoraði á 23. mínútu og Ása Björg Einarsdóttir bætti öðru marki við á 60. mínútu og tryggði öruggan sigur Suðurnesjaliðsins sem er í 4. sæti með 20 stig. Keflavík er í 8. sæti með 12 stig.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Meðfylgjandi myndir voru teknar á HS Orku vellinum í gær. VF/pket.