Hvalreki í Keflavík
Hvalreki var í Keflavík í gær en hvalshræ rak upp að grjótgarðinum skammt frá smábátahöfninni. Þeir sem Víkurfréttir hafa rætt við telja að um hrefnu sé líklega að ræða.
Hvalurinn er nokkura metra langur en samkvæmt Vísindavefnum eru fullorðin dýr venjulega um 7-11 metrar á lengd og 6-10 tonn að þyngd.
Hræið hefur færst sunnar í firðinum og er þegar þetta er skrifað út frá Vatnsnesvita. Þeir sem eru á göngu eftir strandleiðinni geta virt dýrið fyrir sér.