Atnorth
Atnorth

Mannlíf

Maggi á Réttinum söng fyrir Færeyingana
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
mánudaginn 21. júlí 2025 kl. 13:59

Maggi á Réttinum söng fyrir Færeyingana

Hópur ungs knattspyrnufólks frá Færeyjum, n.t. Suðurey, er staddur á Íslandi og er aðal tilgangur ferðarinnar að keppa á Reycup í Reykjavík. Hópurinn mun dvelja í Sandgerði á meðan dvölinni stendur og að sjálfsögðu verður m.a. borðað hjá Sandgerðingnum Magnúsi Þórissyni á Réttinum. Maggi tók auðvitað höfðinglega á móti Færeyingunum og ekki nóg með að hópurinn hafi sporðrennt ljúfengum fiski og öðru góðmeti, heldur tók Maggi líka lagið fyrir hópinn. Bæði var talið í hið þekkta lag Upplyftingar, Traustur vinur, og hið vinsæla færeyska lag, Kenna tit Rasmus.
Finn Johannessen

Einn þjálfara Færeyinganna er Finn Johannessen.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

„Liðið okkar heitir FC Suðurey, er annað tveggja liða á þessari eyju sem tilheyrir Færeyjum. Það búa um fimm þúsund manns á allri Suðurey en um tvö þúsund í þeim hluta sem við búum. Krakkarnir sem eru að fara keppa eru á aldrinum fimmtán til sautján ára og er mikil tilhlökkun í hópnum en það eru 52 sem eru að fara keppa og svo erum við nokkrir fullorðnir sem erum að að þjálfa og eru fararstjórar. Við erum að taka þátt á Reycup í fyrsta skipti en við höfum farið til Danmerkur að keppa. Við munum gista í samkomuhúsinu í Sandgerði, munum grilla með jafnöldrum krakkanna í Sandgerði á morgun og fara í skoðunarferðir um Suðurnes en mótið hefst svo á miðvikudag. Við hlökkum mikið til þessara daga á Íslandi og ætlum að sjálfsögðu að standa okkur vel á mótinu,“ sagði Finn.