Samkaup hluthafafundur
Samkaup hluthafafundur

Mannlíf

Grilli verður bætt inn í jöfnuna í næstu brennu í Bót Grindvíkinga
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
þriðjudaginn 15. júlí 2025 kl. 15:04

Grilli verður bætt inn í jöfnuna í næstu brennu í Bót Grindvíkinga

Grindvíkingar sem búsettir eru í Grindavík og þeir Grindvíkingar sem hafa nýtt sér gistiákvæði hollvinasamnings Þórkötlu, komu saman á dögunum í Bótinni, sem er ein af perlum Grindavíkur, n.t. við fjöruna. Grindvíkingar hafa haldið áramótabrennu sína þar en staðurinn er líka vinsæll á meðal þeirra sem stunda brimbretti.
Aðstæður voru ákjósanlegar og var mikið magn vörubretta og annars hentugs eldmatar, flutt í Bótina og var fírað upp í brennunni kl. 20 þetta sunnudagskvöld. Gítar var með í för og Grindvíkingarnir nutu útsýnis og félagsskapar hvors annars.

Þau Jón Guðmundsson, Dagbjört Óskarsdóttir og Brynjar Pétursson, voru himinlifandi með framtakið og vilja sjá grilli fléttað inn í næsta hitting. Við endum svo innslagið á hugljúfu Bítlalagi.

Bílakjarninn
Bílakjarninn