Hemmi í Stakkavík hefur gefið rollunum sínum á fjalli brauð síðan hann man eftir sér
Útvegsbóndinn Hermann Ólafsson í Grindavík, oft kenndur við sjávarútvegsfyrirtækið Stakkavík, er kynlegur kvistur. Hann hefur verið í rollubúskap frá því að hann var gutti vestur á Stað í Grindavík og síðan hann man eftir sér, hefur hann fengið sér rúnt á fjall, hóað í rollurnar sínar og gefið þeim brauð.
Víkurfréttir slógust með í för á dögunum.