Unnu heimsmeistaratitil á fyrsta keppnisdegi á Spáni
DansKompaní tryggði sér heimsmeistaratitil á fyrsta keppnisdegi á Dance World Cup 2025 sem haldið er í Burgos á Spáni. Atriðið Porcelain, samið af Laufey Soffíu, sigraði í flokknum Children Small Group Showstopper þar sem keppnin var hörð. Hópurinn stóð sig frábærlega og hafði sigur gegn 30 atriðum víðsvegar að úr heiminum.
Þetta er 21. heimsmeistaratitill DansKompaní frá árinu 2022, sem undirstrikar þann magnaða árangur sem íslensk danslist hefur náð síðustu ár.
DansKompaní er dansskóli í Reykjanesbæ, og velta margir margir því fyrir sér hvað sé eiginlega í vatninu í Reykjanesbæ þar sem bærinn og landið okkar er mun fámennara en flest önnur á mótinu.
„Árangurinn er sérstaklega eftirtektarverður þar sem Dance World Cup er stærsta dansmót heims, og í ár tóku meira en 120.000 dansarar þátt í forkeppnum í yfir 65 löndum. Aðalkeppnin, sem nú stendur yfir í Burgos, tekur á móti um 8.000 keppendum sem komust áfram frá forkeppnum í sínum heimalöndum,“ segir í færslu frá DansKompaní.
Í sigurliðinu í atriðinu Porcelain eru þessir dansarar:
Bergrún Embla Hlynsdóttir
Elísabet Rós Júlíusdóttir
Elma Júlía Einarsdóttir
Freydís Erla Ómarsdóttir
Gabriela Rós Gunnarsdóttir
Guðbjörg Antonía Guðfinnsdóttir
Hrafnhildur Embla Ægisdóttir
Íris Freyja Atladóttir
Natalia Dziondziakowska
Rakel Lilja Ragnarsdóttir
„DansKompaní er einnig afar stolt af því að atriðið Porcelain fékk boð um að taka þátt í Grand Final, lokakvöldi keppninnar, sem aðeins úrvalsatriði fá að vera á.
Þetta er frábær árangur! Við erum ótrúlega stolt af þessum glæsilega hóp,“ segir Helga Ólafsdóttir hjá Danskompaní.