Bilakjarninn
Bilakjarninn

Fréttir

Öryggismyndavélar settar upp í miðbæ Reykjanesbæjar
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 4. júlí 2025 kl. 06:35

Öryggismyndavélar settar upp í miðbæ Reykjanesbæjar

Öryggismyndavélar verða settar upp í miðbæ Reykjanesbæjar. Erindi um kaup og uppsetningu á myndavélum var samþykkt á bæjarráðsfundi 3. júlí sl. Um er að ræða samvinnuverkefni lögreglunnar og bæjaryfirvalda. 

Kaupin á búnaði yrðu fjármagnaðar af embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum en uppsetning, viðhald og þrif fjármagnað af Reykjanesbæ. Heildarkostnaður sveitarfélagsins er áætlaður kr. 2.500.000.

Bæjarráð samþykkir öryggismyndavélar í miðbæ Reykjanesbæjar og fagnar erindinu sem mun auka öryggi íbúa og gesta. Lagt er til að upplýsingatæknideild Reykjanesbæjar fái verkefnið til sín sem snýr að uppsetningu, viðhaldi og þrifum vélanna. Samþykkt 5-0.

Bílakjarninn
Bílakjarninn