Bilakjarninn
Bilakjarninn

Íþróttir

Njarðvík gjörsigraði Grindvíkinga og Frans tryggði Keflavík sigur
Oumar Diouck kom Njarðvíkingum á bragðið í gær í Grindavík.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
föstudaginn 4. júlí 2025 kl. 08:22

Njarðvík gjörsigraði Grindvíkinga og Frans tryggði Keflavík sigur

11. umferð Lengjudeildar karla hófst í gær og voru öll Suðurnesjaliðin að etja kappi og tvö þeirra innbyrðis. Njarðvíkingar brugðu betri fótunum til Grindavíkur og gjörsigruðu heimamenn, 1-5, og Keflvíkingar mættu Selfyssingum á heimavelli og unnu 3-2.
Grindavík - Njarðvík 1-5

Það var aldrei spurning um niðurstöðuna í þessum leik. Njarðvíkingar komust yfir strax á 8. mínútu og voru komnir í 2-0 eftir tólf mínútum með mörkum Oumar Diouck og Domink Radic. Staðan í hálfleik var 4-0, þeir Valdimar Jóhannsson og Amin Cosic komu sér á blað. Dominik bætti við fimmta marki Njarðvíkinga áður en Adam Árni Róbertsson kom í veg fyrir að Grindvíkingar yfirgæfu leikinn á 0-i.

Keflavík - Selfoss 3-2

Leikurinn byrjaði fjörlega, Keflvíkingar komust yfir strax á 2. mínútu með marki Ara Steins Guðmundssonar en Selfyssingar voru búnir að jafna á 8. mínútu. Muhamed Alghoul kom Keflavík aftur yfir á 15. mínútu og það tók Selfyssinga styttri tíma að jafna í þetta skiptið, á 19. mínútu og þannig stóð í hálfleik. Frans Elvarsson tryggði Keflvíkingum svo sigurinn á 80. mínútu.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Nú þegar mótið er hálfnað, eru Njarðvíkingar efstir með 23 stig en ÍR sem á leik til góða, er með 22 stig. Keflvíkingar eiga leik til góða, eru í 6. sæti með 15 stig. 

Grindvíkingar hafa dalað að undanförnu, tvö stór töp í síðustu tveimur leikjum og þurfa að rífa sig í gang ef ekki á illa að fara. Þeir eru í 8. sæti með 11 stig, neðsta liðið er með 6 stig. Næsti leikur á heimavelli er gegn Selfyssingum sem eru í næst neðsta sæti með 7 stig, því um sannkallaðan sex stiga leik að ræða en þetta verður fyrsti leikur Jóns Daða Böðvarssonar sem nýlega er genginn til liðs við heimafélagið sitt eftir gifturíkan atvinnumannsferil.

Leikur Keflavíkur og Grindavíkur sem var frestað í byrjun sumars verður nk. Mánudag 7. júlí á Stakkavíkurvellinum í Grindavík.

Staðan í Lengjudeildinni þegar deildin er hálfnuð.

Frans Elvarsson skoraði sigurmark Keflvíkinga.