Þjálfarateymi Víðis látið fara
Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari Víðis hefur verið látinn taka pokann sinn. Það sama á við um Snorra Má Jónsson, aðstoðarmann Sveins. Frá þessu er greint á fotbolti.net.
Gengi Víðismanna hefur verið afleitt á þessu tímabili en liðið er í 11. og næstneðsta sæti 2. deildar með átta stig í tíu leikjum.