Bilakjarninn
Bilakjarninn

Íþróttir

Súrt tap hjá Keflavíkurkonum
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 2. júlí 2025 kl. 16:15

Súrt tap hjá Keflavíkurkonum

Keflavíkurkonur fengu á sig mark á síðustu mínútu leiksins gegn Haukum í Lengjudeildinni í gærkvöldi og máttu þola súrt tap 2-3.

Heimakonur sóttu nokkuð stíft síðustu tuttugu mínúturnar og freistuðu þess að knýja fram sigurmark en í staðinn fengu þær mark í andlitið frá Haukakonum á 93. mínútu.

Ariela Lewis kom Keflavík yfir á 6. mínútu en Haukar jöfnuðu fljótt og Hafnarfjarðarliðið komst í forystu á 61. mínútu en Keflvíkingar jöfnuðu nokkrum mínútum síðar með marki frá Marín Rún Guðmundsdóttur.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Það stefndi því allt í jafntefli þegar Haukar unnu boltann á vallarhelmingi Keflvíkinga í blálokin. Halla Þórdís Svansdóttir fékk boltann við vítateig og skoraði fallegt sigurmark.

Keflavík, sem var spáð efsta sætinu í upphafi móts hefur ekki gengið sem skyldi, unnið þrjá leiki, gert þrjú jafntefli og tapað þremur og er í 6. sæti með 12 stig. Liðið hafði verið taplaust í síðustu þremur viðreignum. Haukaliðið sem stal sigrinum í þessum leik er í sæti fyrir neðan bítlabæjarliðið.

Grindavík/Njarðvík hefur gengið mun betur og er í 3. sæti með 17 stig en heimsækir Eyjakonur á föstudag í síðustu umferð fyrri helming mótsins.

Keflavík-Haukar Lengjud kvenna 1.6.2025