Bilakjarninn
Bilakjarninn

Íþróttir

Sundgarpar úr Reykjanesbæ stóðu sig vel í Andorra og stefna hátt
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
miðvikudaginn 2. júlí 2025 kl. 07:32

Sundgarpar úr Reykjanesbæ stóðu sig vel í Andorra og stefna hátt

Sundfólkið Guðmundur Leo Rafnsson og Eva Margrét Falsdóttir, eru á meðal bestu sundmanna Íslands en þau hafa æft með ÍRB í Reykjanesbæ síðan þau voru lítil börn. Þau stefna bæði á Ólympíuleikana eftir þrjú ár en þeir leikar eru hinn heilagi kaleikur sundfólks. Þau stóðu sig bæði mjög vel á smáþjóðaleikunum sem haldnir voru fyrr í sumar í Andorra, og voru tekin talin stuttu eftir að heim var komið.

Bæði verða þau upptekin í sumar við keppnishald erlendis en þau eru ung að árum og eiga sín bestu ár eftir í sundinu. Glöggir lesendur Víkurfrétta sjá að oftar en ekki eru dúxar FS, sundfólk en skýr tengsl virðast vera á milli námsárangurs og sundþjálfunar. Guðmundur og Eva eru engar undantekningar í þeim efnum en Guðmundur hefur sett stefnuna á háskólanám í Danmörku samhliða sundiðkun.

Þau ætla sér bæði á næstu Ólympíuleika en mjög bjart er yfir sundíþróttinni í Reykjanesbæ og er fjöldi ungmenna að æfa og keppa en aðstaða til æfinga og keppni er meðal þess besta sem þekkist hér á landi.

Bílakjarninn
Bílakjarninn