Bilakjarninn
Bilakjarninn

Íþróttir

Þrjár Suðurnesjakonur í U-18 ára landsliði Íslands í körfuknattleik
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
föstudaginn 4. júlí 2025 kl. 16:18

Þrjár Suðurnesjakonur í U-18 ára landsliði Íslands í körfuknattleik

Liðið hélt til Vilnius í Litháen í dag og tekur þátt í Evrópumótinu.

U-18 landslið stúlkna hélt út til Vilnius í Litháen í dag til að taka þátt í U-18 EuroBasket Women B division. Þrjár Suðurnesjakonur eru í hópnum, þær Hanna Gróa Halldórsdóttir frá Keflavík, Hulda María Freysdóttir úr Njarðvík og Grindvíkingurinn Þórey Tea Þorleifsdóttir.

Fyrsti leikur er á morgun gegn heimakonum kl 15:00 að staðartíma.

Heimasíða mótsins, tölfræði og frítt streymi af leikjum

Bílakjarninn
Bílakjarninn