Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar föstudaginn 11. júlí 2025 kl. 09:06
Skagamennirnir búa í Grindavík og kunna einkar vel við sig
Karlalið Grindavíkur í knattspyrnu vakta verðskuldaða athygli þegar gefið var út að heimaleikirnir yrðu leiknir í Grindavík í sumar. Á þeim tímapunkti átti að æfa í Hafnfirði en einkar vel hefur farið um liðið síðan það kom til Grindavíkur og allar æfingar fara fram þar, á þeim tíma sem liðinu hentar. Illa gekk að mynda stemningu í fyrra þegar liðið lék heimaleiki sína hjá Víkingum í Safamýrinni, liðið var skipað mörgum útlendingum og gengið ekki upp á marga fiska. Fyrir þetta tímabil var ákveðið að breyta um stefnu, liðið er byggt upp af ungum og hungruðum íslenskum leikmönnum, bæði frá Grindavík og utan bæjarmarkanna. Grindavík fékk fullt af ungum leikmönnum að láni, m.a. komu þrír Skagamenn og ekki nóg með að þeir æfi og spili með Grindavík, þeir vildu búa í Grindavík og hafa verið mjög ánægðir með veruna til þessa. Blaðamaður tók hús á þeim á dögunum í íbúð þeirra en útsýnið þaðan er einstakt eins og sjá má í innslaginu.