Bilakjarninn
Bilakjarninn

Fréttir

Samþykkti svæðaskipulag en minnti á flugvöll í Hvassahrauni
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 11. júlí 2025 kl. 06:06

Samþykkti svæðaskipulag en minnti á flugvöll í Hvassahrauni

Bæjarráð Sveitafélagsins Voga samþykkti tillögu að Svæðisskipulagi Suðurnesja 2024-2040 á fundi sínum nýlega en benti á að í skipulagsáæltunum sveitarfélagsins sé gert ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni og er það vilji sveitarfélagsins að tekið verði jákvætt í það.

Umræða um flugvöll í Hvassahrauni hefur verið reglulega síðastliðinn áratug eða allt frá því Icelandair sýndi því áhuga á að byggður yrði annar flugvöllur þar. Í skýrslu starfshóps sem kynnt var haustið 2024 kemur fram að veðurskilyrði mæla ekki gegn byggingu flugvallar í Hvassahrauni, að flugvallarsvæði væri að mestu utan skilgreindra eldstöðvakerfa og að langtímaáhrif verði ekki mikil á innanlandsflug verði það fært á nýjan flugvöll. Meðal tillagna hópsins er að skilgreint svæði verði tekið frá upp af Hvassahrauni fyrir þrjár flugbrautir og að unnið verði að frekari rannsóknum.

Í viðtali við fjölmiðla sagði Svandís Svavarsdóttir, þáverandi innviðaráðherra að niðurstöður gæfu fullt tilefni til að rannsaka svæðið sem möguleika fyrir nýjan flugvöll fyrir ólíkar þarfir í flugsamgöngum til lengri framtíðar. Aðstæður á Reykjavíkurflugvelli biðu ekki upp á þróunarmöguleika. „Niðurstöður rannsóknanna nú útiloka ekki að byggður verði flugvöllur á Hvassahrauni þegar horft er til lengri tíma og að það komi til álita að byggja upp flugvöll fyrir þyrluflug, einkaflug og innanlandsflug í Hvassahrauni,“ sagði Svandís.

Bílakjarninn
Bílakjarninn