Bilakjarninn
Bilakjarninn

Fréttir

Far­þega­þotu snúið við vegna bil­un­ar í vökva­kerfi
Viðbragðsaðilar við þotuna í dag. VF/Hilmar Bragi
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
miðvikudaginn 9. júlí 2025 kl. 15:19

Far­þega­þotu snúið við vegna bil­un­ar í vökva­kerfi

Farþegaþotu United Airlines var snúið aftur til Keflavíkurflugvallar skömmu eftir flugtak, klukkan ellefu í morgun. Bilun kom upp í vökvabúnaði flugvélarinnar og var því ákveðið að lenda henni aftur í Keflavík í stað þess að halda vestur um haf.

Flugvélin lenti heilu og höldnu um klukkan eitt.

Mikið viðbragð var hjá almannavörnum, lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitum. Viðbragðið var afturkallað skömmu eftir að flugvélin lenti, eins og fram kom á vefsíðu Rúv.

Bílakjarninn
Bílakjarninn