ReykjanesOptikk
ReykjanesOptikk

Fréttir

Frímúrarar geta tekið  Skrúðgarð Njarðvíkur í fóstur
Miðvikudagur 9. júlí 2025 kl. 06:27

Frímúrarar geta tekið Skrúðgarð Njarðvíkur í fóstur

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur tekið jákvætt í erindi frá St. Jóhannesarstúkunni Sindra, sem starfar innan Frímúrarareglunnar á Íslandi, um að taka Skrúðgarð Njarðvíkur í fóstur. Erindið var kynnt á fundi ráðsins sem haldinn var 6. júní síðastliðinn að Keilisbraut 762.

Margrét Lilja Margeirsdóttir, deildarstjóri umhverfismála, og Berglind Ásgeirsdóttir, umhverfisstjóri, mættu á fundinn og fóru yfir tillöguna, sem á sér aðdraganda í áður framkominni beiðni stúkunnar um að fá úthlutað hektara lands í Njarðvíkurskógi til uppbyggingar grænna svæða. Málið hefur áður verið til umfjöllunar á fundum ráðsins.

Með fósturtöku á Skrúðgarðinum myndi stúkan taka þátt í viðhaldi og eflingu grænna svæða í Njarðvík, sem væri bæði í samræmi við samfélagslega ábyrgð og áherslur bæjarins um aukna þátttöku félagasamtaka í umhverfismálum.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Umhverfis- og skipulagsráð fól umhverfisstjóra að vinna málið áfram og undirbúa drög að samningi sem verður síðar lagður fyrir ráðið til samþykktar.