Bilakjarninn
Bilakjarninn

Fréttir

Ryksuguvélmenni fyrir sundlaugina í Vogum
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 7. júlí 2025 kl. 06:55

Ryksuguvélmenni fyrir sundlaugina í Vogum

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt aukna fjárveitingu til búnaðarkaupa í Íþróttamiðstöð sveitarfélagsins. Um er að ræða kaupin á ryksuguvélmenni sem ætlað er til hreinsunar á botni sundlaugarinnar.

Beiðnin var samþykkt á 424. fundi bæjarráðs, að tillögu forstöðumanns Íþróttamiðstöðvarinnar. Kostnaður við vélmennið nemur um 1,5 milljónum króna, og verður fjárfestingunni mætt með lækkun á handbæru fé sveitarfélagsins.

Með þessum búnaðarkaupum er stefnt að því að bæta þrif og viðhald sundlaugarinnar og tryggja hreinlæti og öryggi fyrir notendur í framtíðinni.

Bílakjarninn
Bílakjarninn